Mynd eftir Epauwels. Leyfi CC BY-SA 4.0.
Bjórpong er vinsæll drykkjuleikur spilaður af tveimur liðum.
Hvort lið fyrir sig byrjar með $10$ glös og skiptast þau á að
kasta borðtenniskúlu ofan í glös hins liðsins. Í fyrstu umferð
er valið af handahófi hvort liðið byrjar og það lið kastar
kúlunni einu sinni. Í öllum öðrum umferðum sem á eftir koma
skiptast liðin á og kasta kúlunni tvisvar. Þegar boltinn lendir
í glasi er það úr leik. Þegar lið er með $0$ glös eftir þá endar leikurinn
um leið.
Stigin er par $a$,
$b$ heiltalna, fjöldi
glasa liðs $A$ og
$B$ í þeirri röð. Þú ert
búinn að útfæra sjálfvirkt bjórpongstiganemakerfi sem skráir
stigin eftir hverja umferð. Gáðu hvort stigafærslurnar séu
gildar, það er að segja hvort þessi runa stiga gæti verið
niðurstaðan úr runu bjórpongleikja. Leiknum er mögulega ekki
lokið.
Input
-
Ein lína með fjölda umferða $n\in \{ 1, \ldots , 100\} $,
-
$n$ línur,
$i$-ta þeirra
inniheldur par talna $a_i,
b_i\in \{ 0,\ldots , 10\} $ sem gefa stigin eftir
$i$-tu umferðina.
Output
Prentið “finished” (búinn á ensku) ef skráning stiga er gild
og lýsir loknum leik. Prentið “ongoing” (í gangi á ensku) ef
skráning stiga er gild og lýsir leik sem er ekki lokið. Prentið
“invalid” (ógilt á ensku) ef skráning stiga er ekki gild.
Sample Input 1 |
Sample Output 1 |
11
9 10
9 10
7 10
7 9
5 9
5 8
3 8
3 8
1 8
1 7
0 7
|
finished
|
Sample Input 2 |
Sample Output 2 |
2
10 10
10 8
|
ongoing
|
Sample Input 3 |
Sample Output 3 |
1
8 10
|
invalid
|
Sample Input 4 |
Sample Output 4 |
2
9 10
8 10
|
invalid
|
Sample Input 5 |
Sample Output 5 |
3
9 10
9 9
10 9
|
invalid
|
Sample Input 6 |
Sample Output 6 |
11
9 10
9 8
7 8
7 6
5 6
5 4
3 4
3 2
1 2
1 0
0 0
|
invalid
|